Viewed 198 times, downloaded 14 times
near Bolungarvík, Vestfirðir (Ísland)
Fór í árlega sumargöngu Ferðaklúbbs 365.
Í ár var stefnan tekin á Hornstrandir í fjögurra daga ferð.
Ég hef í fyrra trakki (Hornstrandir. Aðalvík-Fljótavík-Hesteyri) gert grein fyrir "beinu leiðinni" en ákvað að gera "útúrdúrana" í sér trökkum.
Þetta trakk (Hornstrandir. Straumnesfjall) er fyrsti "útúrdúr" á leiðinni.
Straumnesfjall er einn af útvörðum Íslands í norðri og valdi Bandaríski herinn með góðu samþykki Íslendinga að setja upp herstöð á toppi þess í kaldastríðinu til að hlera ferðir Sovétmanna um Norðuríshafið.
Rústirnar af þessu fáránlega brölti má enn sjá glöggt enda dvöldu þar um 200 hermenn þegar mest lét.
Til að geta rekið þessa herstöð og byggt var lagður vegur uppá fjallið sem við löbbuðum.
Við lögðum af stað í sól og blíðu en þegar á leið gerðist það sem mjög oft gerist á Straumnesfjalli þá skall á þoka og skyggni varð lítið.
Jafnvel þótt útsýnið væri lítið mestan hluta leiðarinnar var ferðin þess virði, bara til að skoða þessi hernaðarmannvirki í draugalegri þokunni.
Waypoint
Herstöð USA (1953-61)
Þetta er bjargið . . .
bjargið
þar sem gömul dægurlög
svífa á milli auðra húsa
og þokan opnar dyr
inn í ókunna heima.
Á gólfinu situr jökull
og talar upp úr svefni
um ryðgaðar leifar
úr heimsveldi tímans,
ísaldir fornar
og eilífa bið eftir engu.
(höf. Einar Már Guðmundsson)
Waypoint
Rekavík Bak Látrum (Eyðibýli)
Comments