Download

Distance

7.56 mi

Elevation gain

2,569 ft

Technical difficulty

Moderate

Elevation loss

2,569 ft

Max elevation

2,894 ft

Trailrank

36

Min elevation

1,659 ft

Trail type

Loop
 • Photo of Litla og Stóra Grænafjall og Skiptingahöfði 150820
 • Photo of Litla og Stóra Grænafjall og Skiptingahöfði 150820
 • Photo of Litla og Stóra Grænafjall og Skiptingahöfði 150820
 • Photo of Litla og Stóra Grænafjall og Skiptingahöfði 150820
 • Photo of Litla og Stóra Grænafjall og Skiptingahöfði 150820
 • Photo of Litla og Stóra Grænafjall og Skiptingahöfði 150820

Time

7 hours 23 minutes

Coordinates

1217

Uploaded

August 27, 2020

Recorded

August 2020

Weather Forecast

A great hint to help you choose your outdoor gear and clothing!

Get Wikiloc Premium Upgrade to remove Ads
Weather Forecast Weather Forecast
Be the first to clap
2 comments
Share
-
-
2,894 ft
1,659 ft
7.56 mi

Viewed 322 times, downloaded 12 times

near Skogar, Suðurland (Ísland)

Kyngimögnuð leið á sjaldfarin fjöll. Könnunarleiðangur þar sem við vissum ekki hvernig landslagið yrði en búin að stefna á þau síðan árið 2014. Fórum hringleið og byrjuðum á bungunni að sunnan þar sem nafnið "Litla Grænafjall" er merkt á korti en það reyndist bara vera smá bunga eða heiði. Gengum svo á tindana þrjá sem þarna eru og heitir sá vestasti Skiptingahöfði á korti, sá í miðið er nafnlaus og sá austasti er klárlega Stóra Grænafjall. Við létum því hæðarpunktinn á miðtindinum standa fyrir Litla Grænafjall en hann er hærri en sá vestasti sem heitir Skiptingahöfði. Spyrja má hvort Skiptingahöfði sé hluti af Litla Grænafjalli, heimamenn vita þetta og við munum leiðrétta okkar sögu og þennan texta hér ef við fáum afspurnir af þessu.

Þetta eru brött fjöll en grasi gróin og við reyndum að fara kindagötur og velja leiðir án þess að skemma mosa eða gróður. Leiðin ofan af Stóra Grænafjalli er því í mölinni við brúnirnar þar sem fara þar varlega en það er freistandi að fara mosann en við sniðgengum hann og NB umferð göngumanna mun slóða þá brekku sem væri miður.

Stórkostlegt útsýni af þessum fjöllum, eitt af því besta sem gefst og algerlega ný sýn á Laugavegsgönguleiðina, Álftavatn og á hvert glæsilega fjallið á þessu svæði á fætur öðru. Illasúla er okkur ógleymanleg eftir þessa göngu enda í algeru návígi. Árnar á láglendi og gilin ekki síðri fegurð en uppi.

Ein af okkar mögnuðustu göngum og dísætur sigur en það munaði hársbreidd að við aflýstum enn einu sinni á þessi fjöll vegna lélegrar þátttöku, vafasamrar veðurspár og vatnssöfnunar í ám en það er Guðmundi Víði og Kolbeini að þakka að svo fór ekki þar sem báðir sköffuðu jeppa og voru búnir að greiða fyrir ferðina snemma í vikunni þannig að það var ljóst að allavega þeir væru ákveðnir í að fara og jeppapláss þá fyrir 15 manns sem skipti sköpum. Grátlegt að fleiri skyldu ekki koma með í þessa ferð.

Eingöngu jeppafært upp eftir, ekki jepplingafært vegna vatnsfalla og ekki fyrir lofthrædda þar sem nokkuð reynir á öryggi í brekkunum niður af öllum tindunum. Myndi ekki fara nema í góðu skyggni þar sem breytileiki í landslagi og bratti er það mikill.

Ferðasagan í heild hér: http://www.fjallgongur.is/tindur203_graenufjoll_150820.htm

Myndband um ferðina hér: https://www.youtube.com/watch?v=jdPmR2vURtE&t=506s

2 comments

 • Anna Runólfsdóttir Aug 18, 2021

  Örnefnin eru frekar vitlaus á mörgum kortum. Bungan sem þið fóruð fyrst á er nafnlaus. Vestasti tindurinn er Litla Grænafjall, Skiptingarhöfði er í miðjunni og Stóra Grænafjall er austast.

 • Photo of Toppfarar

  Toppfarar Aug 18, 2021

  Takk kærlega fyrir þessar upplýsingar Anna, ég lagfæri okkar texta í samræmi við þetta.

You can or this trail