Download

Distance

20.42 mi

Elevation gain

2,585 ft

Technical difficulty

Difficult

Elevation loss

2,530 ft

Max elevation

371 ft

Trailrank

36

Min elevation

11 ft

Trail type

One Way
  • Photo of Þvert yfir Ísland 1. Reykjanestá í Stóra Leirdal 300121
  • Photo of Þvert yfir Ísland 1. Reykjanestá í Stóra Leirdal 300121
  • Photo of Þvert yfir Ísland 1. Reykjanestá í Stóra Leirdal 300121
  • Photo of Þvert yfir Ísland 1. Reykjanestá í Stóra Leirdal 300121
  • Photo of Þvert yfir Ísland 1. Reykjanestá í Stóra Leirdal 300121
  • Photo of Þvert yfir Ísland 1. Reykjanestá í Stóra Leirdal 300121

Time

9 hours 35 minutes

Coordinates

1695

Uploaded

February 2, 2021

Recorded

January 2021
Be the first to clap
Share
-
-
371 ft
11 ft
20.42 mi

Viewed 195 times, downloaded 7 times

near Hafnir, Suðurnes (Ísland)

Fyrsti leggur fjallgönguklúbbsins þvert yfir Ísland eða endilangt frá Reykjanestá í Stóra Leirdal í fótspor "Mæðgna á fjöllum" - þeirra Iðunnar og þóru Dagnýjar sem gengu þetta sumarið 2020 alls 786 km á 32 göngudögum en afrek þeirra varð endanlega til þess að við drifum okkur í þetta verkefni eftir að hafa velkst með það í huganum frá því Steingrímur J. gekk þetta árið 2005.

Við fengum fullkomnar aðstæður þennan fyrsta legg sem er langt í frá sjálfsagt í janúarmánuði eða lygnt, svalt og hálfskýjað veður og autt frosið færi. Menn mældu vegaglengdina frá 32,4 - 35,0 km eftir tækjum en úrin (strava) þá yfirleitt með lengri vegalengd eins og vanalega.

Mjög falleg leið sem koma á óvart, Eldvörpin voru rjúkandi heit og miklir töfrar þar, eins úfið hraunið vestan við Þorbjörn, frosinn sandurinn við Flekaskilin, Gálgaklettarnir o.m.fl. Er örugglega að gleyma einhverju, sem sé mjög falleg leið !

Tókum smá aukakrók yfir á Flekaskilin og gengum yfir þau fram og til baka en Reykjavegurinn fer ekki svo langan aukakrók að þeim ef menn vilja elta þá leið til að stytta þetta aðeins. Eins er hægt að fara sunnan við Þorbjörg ef menn vilja stytta þetta meira og eins tók krókurinn fyrir Hrafnshlíðina vel í þar sem allir voru orðnir þreyttir og komið myrkur emn þori ekki að fullyrða hvort betra sé að fara yfir ásinn, er ekki viss til að stytta þar sem þá er komið brölt utan slóða í staðinn.

Við hefðum viljað halda okkur á stikaða gönguslóðanum í lokin að bílunum en vegna talsverðra tafa í lokin og myrkurs þá tókum við þjóðveginn síðasta rúma kílómetrann enda allir orðnir þreyttir og aukin slysahætta að ganga þreyttur í grýttum slóðanum í myrkrinu þó hópurinn sé vanur því. Mæli því með að fylgja stikunum og slóðanum inn í Leirdal frekar en að fara upp á þjóðveginn eins og við gerðum, en við náum þessum kafla á legg tvö þar sem við ætlum að byrja þar sem við enduðum við bílana.

Magnað að upplifa gleðina og krafinn í hópnum og hvernig menn nutu þess að gera þetta þó þetta væri krefjandi og eins að flestir voru fullir af gleði, orku og þakklæti í lokin og hefðu getað farið lengra ef þörf krefði, þó allir væru eðlilega þreyttir samt og fegnir að koma í bílana.

Rötunarlega séð þá er þessi leið stikuð og slóðuð að mestu enda farið um leggi 1 og 2 á Reykjavegi og genginn hluti af Prestastíg þannig að erfitt er að villast ef skyggni er gott og menn búnir að átta sig á leiðinni með gps eða kortum en kennileitin hjálpa heilmikið, Þorbjörn, Grindavík og fellin í kring. Ekkert drykkjarvatn er á leiðinni NB.

Leggur 2 verður genginn í mars með apríl til vara og við stefnum á 110 km í heild árið 2021 en þetta var ótrúlega gaman svo aldrei að vita hvar við endum áður en árið er liðið. Eftir þennan fyrsta legg þá grunar mig að við viljum vera fljótari að þessu en á sjö árum en það er samt meira en að segja það :-)

Hjartansþakkir til Mæðgna á fjöllum, þeirra afrek er ekki síst ástæðan fyrir því að þessi leiðangur næstu árin verður að veruleika fyrir okkur öll í fjallgönguklúbbnum :-)

Comments

    You can or this trail