Download

Distance

2.48 mi

Elevation gain

49 ft

Technical difficulty

Moderate

Elevation loss

49 ft

Max elevation

56 ft

Trailrank

24

Min elevation

0 ft

Trail type

Loop
  • Photo of Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Photo of Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Photo of Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Photo of Hrísey - bláa leiðin // Blue trail
  • Photo of Hrísey - bláa leiðin // Blue trail

Coordinates

204

Uploaded

August 28, 2020
Be the first to clap
Share
-
-
56 ft
0 ft
2.48 mi

Viewed 223 times, downloaded 6 times

near Hrísey, Norðurland Eystra (Ísland)

Lengd: 4 km
Tími: 1+ klst.
Undirlag: Aðalega gengið á malar og malbikuðum vegum en aðeins eftir stígum/slóðum
Upphaf/Endir: Við ferjuhöfnina
Bílastæði: Árskógssandur - við ferjuhöfnina (landmeginn)
Áhugaverðir staðir: Þorpið, tjörnin og fuglaskoðunarhúsið, flugvöllurinn og kirkjugarðurinn

Fjölbreyttur hringur um vesturhluta eyjarinnar. Gangan hefst við höfnina og gengið eftir Sjávargötu upp í "miðbæinn" þaðan sem gengið er eftir aðalgötunni Norðurveg til norðurs. Í göngu-ferðinni er m.a. gengið framhjá búðinni, kirkjunni og söfnum eyjarinnar, sumt í upphafi göngu annað í lokin.
Þegar komið er dálítið norður fyrir þorpið er tekinn smá krókur á leiðinni, að tjörninni og fuglaskoðunarhúsinu sem þar er. Þaðan er aftur gengið upp á Norðurveg og honum fylgt smá spotta áður en beygt er inn á slóðann sem leiðir að og yfir flugbrautina og niður á Lambhagaveg. Þar er stefnan tekin til suðurs að afleggjaranum að kirkjugarðinum þaðan sem er gott útsýni er suður að þorpinu. Frá kirkjugarðinum er hægt að velja um tvær leiðir - fara aftur út á Lambhaga veg og fylgja honum í átt að þorpinu eða ganga niður að ströndinni og meðfram henni fram hjá lítilli tjörn sem iðar af fuglalífi á sumrin. Þaðan liggur slóði aftur upp á Lambhagaveg. Eftir smá göngu eftir veginum til suðurs sést á ný slóði sem liggur niður á eina af sandströndum eyjarinnar þangað sem gott er að taka smá krók, sérstaklega á fjöru og njóta þess að ganga á mjúkum sandinum.

Áfram liggur leiðin til suðurs og beigt inn á Ægisgötu og niður að smábátahöfninni, framhjá sjóbúðunum og aftur niður á höfn þar sem hringnum er lokað.

Comments

    You can or this trail