Download

Distance

7.88 mi

Elevation gain

2,687 ft

Technical difficulty

Moderate

Elevation loss

2,687 ft

Max elevation

2,621 ft

Trailrank

34

Min elevation

1,672 ft

Trail type

Loop
  • Photo of Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Photo of Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Photo of Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Photo of Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Photo of Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920
  • Photo of Hrafnabjörg Tröllatindar Þjófahnúkur 190920

Time

6 hours 14 minutes

Coordinates

3346

Uploaded

September 22, 2020

Recorded

September 2020
Be the first to clap
Share
-
-
2,621 ft
1,672 ft
7.88 mi

Viewed 270 times, downloaded 9 times

near Laugarvatn, Suðurland (Ísland)

Mergjuð og krefjandi klöngurferð á fimm tinda, þar af snarbrattan Tröllkarl og Tröllskessu í Tröllatindum en nafngiftin er okkar á þeim þremur sem saman heita Tröllatindar á kortum en við aðgreinum með Tröllkarl yfir þann hæsta og syðsta, Tröllbarn yfir þann lægsta í miðið og svo Tröllskessuna sem er næst hæst og nyrst og austast. Upp á foreldrana eru brattar leiðir en samt sniðgengum við enn brattari leið á Tröllkarlinn sem við fórum árið 2011 (slóð er hér á wikiloc) en lentum þá á bröttum hrygg í staðinn sem reyndi vel á flesta í hópnum, sérstaklega af því það voru sviptivindar þennan dag. Fórum svo mun betri leið niður (sem er fín uppgönguleið fyrir þá sem vilja sleppa hryggnum). Á Tröllskessuna komumst við ekki alla leið upp á tindinn í könnunarleiðangri okkar þjálfara árið 2010 né með hópinn allan árið 2011 - en núna fann Örn færa leið upp, úr skarðinu í miðju fjallinu og við fórum öll á eftir þó það væri mjög bratt og tafsamt.

Ekki fyrir lofthrædda þessar tvær leiðir, en vel hægt að fara niðurgönguleiðina okkar upp á Tröllkarlinn og eins er hægt að fara langleiðina upp á Tröllskessuna og sleppa tindinum ef mönnum hugnast ekki mikið klöngur í bratta.

Frábær frammistaða með nokkra nýliða innanborðs og gaman að sjá styrkleika manna koma vel í ljós í svona ferð :-)

Hrafnabjörg og Þjófahnúkur eru vel fær öllum og mjög skemmtileg fjöll en Hrafnabjörg ein og sér sem dagsferð er allt of lítið verkefni að okkar mati og tilvalið að fara á Tröllin sem fáir ef nokkrir ganga á því miður :-)

Ferðasaga hér: http://fjallgongur.is/tindur206_hrafnabjorg_trollatindar_thjofahnukur_190920.htm

Comments

    You can or this trail